Fréttir

Hreinsun rotþróa í Fellum

Vinna við hreinsun rotþróa í Fellum er hafin og gera má ráð fyrir því að hún standi út næstu viku (12-16. ágúst). Regluleg hreinsun fer fram þriðja hvert ár og er þjónustan innifalin í rotþróargjöldum sem byggja á fráveitusamþykkt Múlaþings.

LOKIÐ - Viðgerð á vatnslögn í Laugavöllum

Vegna bilunar á vatnslögn verða truflanir á afhendingu á köldu vatni í innri hluta Laugavalla. Unnið er að viðgerð en ekki er vitað hversu langan tíma hún tekur.

Uppfært 12:00 - Kaldavatnslaust við Gilsbakka og nærliggjandi götum á Seyðisfirði

Vegna viðgerðar á vatnslögn þarf að loka fyrir kalt vatn í eftirfarandi götum á Seyðisfirði. Gilsbakka, Árbakka, Dalbakka, Leirubakka, Fjarðarbakka og Hamrabakka.

Könnun vegna fyrirhugaðrar ljósleiðaravæðingar í þéttbýli í Múlaþingi

Múlaþing hefur til skoðunar að taka tilboði Fjarskiptasjóðs um að ljósleiðaravæða þau heimili í þéttbýli Múlaþings sem eru ekki nú þegar komin með ljósleiðaratengingu. Áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi:

Upplýsingar til íbúa á Seyðisfirði

Fjarvarmaveitunni á Seyðisfirði var komið á fót árið 1981 fyrir tilstuðlan RARIK og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Frá árinu 1992 hefur RARIK séð um rekstur veitunnar og kynt upp meirihluta húsa bæjarins. RARIK áformar að segja sig frá áframhaldandi rekstri veitunnar frá næstu áramótum. Starfshópur á vegum Múlaþings, HEF veitna og RARIK, kannaði fýsileika nokkurra valkosta fyrir fjarvarmaveituna á Seyðisfirði, með aðkomu ráðgjafa og Orkustofnunar. Niðurstöður voru kynntar á íbúafundi í maí 2022 og birtar í skýrslu í kjölfarið. Þar var farið í gegnum upplýsingar um orku- og aflnotkun veitunnar, ástand dreifikerfisins og frumáætlun um endurnýjun þess. Möguleikar á tengingu við hitaveitukerfi Egilsstaða voru kannaðir, auk fleiri lausna á borð við rekstur miðlægrar varmadælu sem ynni orku úr sjó og að koma upp varmadælu í hvert hús. Hitaveita frá Egilsstöðum reyndist ekki hagkvæm og miðlæg sjóvarmadæla reyndist ekki raunhæf vegna lágs sjávarhita og fjarlægðar kyndistöðvar frá sjó. Varmadæla í hvert hús er hagkvæmur kostur fyrir notendur, en hávaðamengun fylgir þeirri lausn. Fyrir smærri notendur sem njóta niðurgreiðslu getur uppsetning rafhitatúpu verið raunhæf lausn, en minnkar ekki raforkunotkun.

Sumarlokun Skrifstofu

Skrifstofa HEF veitna í Fellabæ verður lokuð frá 8. júlí til og með 5. ágúst 2024

Tengivinnu á Seyðisfirði lokið

Tengivinnu við stofnlögn vatnsveitu lauk um kl. 5 í morgun, föstudag 21. júní.

Heitavatnslaust á Eiðum

Lokað verður fyrir heitt vatn á Eiðum frá kl 10:30 til kl 13:00 í dag, 5. júní 2024.

Hreinsun rotþróa í Múlaþingi

HEF veitur standa fyrir hreinsun rotþróa á nokkrum svæðum í Múlaþingi í sumar. Byrjað verður í Jökuldal í þriðju viku í júní. Þá Möðrudal, Jökulsárhlíð og Fell, en framvinda er háð veðri og ástandi vega. Regluleg hreinsun fer fram þriðja hvert ár og er þjónustan innifalin í rotþróagjöldum sem byggja á fráveitusamþykkt Múlaþings.

Óhætt að drekka vatn við Strandarveg á Seyðisfirði

Uppfært: Lokaniðurstöður staðfesta frumniðurstöður. Ekki er þörf á að sjóða neysluvatn lengur við Strandarveg. Frumiðurstöður úr sýnatöku frá því á miðvikudag sýna að ekki gætir lengur kólígerlamengunar í vatni við Strandarveg. Því er óhætt fyrir öll að drekka vatnið og ekki þörf á því að sjóða neysluvatn. Endanlegar niðurstöður berast eftir helgi.