Skrifstofuhúsnæði HEF veitna Fellabrún 1, Fellabæ.
HEF veitur óska eftir verði frá verktökum í framkvæmd endurnýjunar á þaki skrifstofuhúsnæðis að Fellabrún 1.
Verkið felst í að skipta um þakklæðningu á skrifstofubyggingu HEF veitna í Fellabæ.
Í því felst að skipta um bárujárn, þakpappa, kjöljárn, þakkant, skotrennur, þakrennur og þakniðurfallsör ásamt áfellum.
Byggingin er á einni hæð og er byggð í kross.
Þakflötur er 335 m2.
Verktakar sem hafa áhuga á að taka að sér verkið geta sent beiðni á
hef@hef.is og óskað eftir gögnum.
Óskað er eftir verðum fyrir 28. júlí 2025 kl 14:00.
HEF veitur áskilja sér rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.