Fréttir

Ráðgjafaþjónusta fyrir uppsetningu varmadælukerfa á köldum svæðum

HEF veitur bjóða íbúum á köldum svæðum í Múlaþingi ráðgjafaþjónustu varðandi uppsetningu varmadælukerfa. Heimsóknir verða skipulagðar á vormánuðum 2026. Skráning fer fram hér eða með því að hafa samband við skrifstofu HEF veitna í síma 4 700 780.