Fréttir

Heitavatnslaust á Seyðisfirði 10. febrúar

Heitavatnslaust verður á Seyðisfirði þann 10. febrúar 2025 frá kl. 9:00 til kl. 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið.

Uppfært - Grugg í vatni á Djúpavogi - Sýni í lagi

Gruggs varð vart í neysluvatni á Djúpavogi á laugardaginn í miklu leysinga og vatnsveðri. Sýnataka gefur til kynna að óhætt sé að drekka vatnið.

HEF veitur taka við fjarvarmaveitunni á Seyðisfirði

Frá og með 1. janúar síðastliðnum flyst fjarvarmaveitan á Seyðisfirði, sem RARIK hefur sinnt um áratuga skeið, yfir til HEF veitna. Með nýjum raforkusamningi hefur veitunni nú verið tryggð orka og mun olíubrennsla til kyndingar á henni nánast heyra sögunni til.

Grugg í vatni á Djúpavogi

Í leysingum undanfarna daga hefur orðið vart við grugg í drykkjarvatni á Djúpavogi. Gera má ráð fyrir áframhaldandi gruggi á meðan leysingar standa yfir en vatnsbólið verður skoðað um leið og aðstæður leyfa

Heitavatnslaust í Úlfs-, Eyjólfs- og Einarsstaðaskógi

Vegna tengivinnu þarf að loka fyrir heitt vatn í frístundabyggðinni í Úlfs-, Eyjólfs- og Einarsstaðaskógi milli kl 14 og 17 í dag

Uppfært kl. 15:02 - Vatnslaust á Djúpavogi

Vatn er farið að renna aftur frá Búlandsdal en tíma tekur að fylla á byrgðir og ná upp þrýstingi á kerfið. Íbúar eru beðnir um að fara sparlega með vatnið.

Uppfært 27.12 kl. 14:00 - Truflanir á afhendingu vatns á Eiðum (sumarhús og kirkjumiðstöð)

Ekki tókst að staðsetja lekann í dag. Enn er því lokað fyrir kalt vatn í sumarhúsin á Eiðum og í kirkjumiðstöðinni. Frekari leit verður ekki gerð fyrr en eftir jól. Minnum á neyðarnúmerið 4 700 781 fyrir frekari upplýsingar

Lokað verður á skrifstofu HEF veitna á milli hátíða

Skrifstofa HEF veitna verður lokið frá kl. 15:00 23. des. Opnum haftur kl 9.00 fimmtudaginn 2. janúar 2025 Hafið það sem allra best um hátíðarnar.

Gleðilega hátíð frá HEF veitum

HEF veitur óskar viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum farsældar og hlýju á nýju ári

Heitavatnslaust í hluta Miðás á Egilsstöðum

Vegna tengivinnu verður lokað fyrir hitaveitu á milli kl. 15 og 17 í dag 11.desember