Fréttir

Skert afhending á heitu vatni á Seyðisfirði

Frá og með miðvikudeginum 4. júní til föstudags 6. júní verður framkvæmd lekaleit á Seyðisfirði og má því búast við skertri afhendingu á heitu vatni í öllum bænum yfir þann tíma.

Lokað fyrir heitt vatn í hluta Seyðisfjarðar

Lokað fyrir heitt vatn í hluta Seyðisfjarðar vegna vinnu við leka í Dalbakka þriðjudaginn 3. júní kl 10.

Truflanir á afhendingu á heitu vatni í Hlíðum á Egilsstöðum á mánudag

Vegna tengivinnu mánudaginn 02.06.25, verða truflanir á afhendingu á heitu vatni í Hjarðarhlíð, Steinahlíð, Bjarkarhlið og Hamrahlíð.

Umsjónarmaður fjarvarmaveitu á Seyðisfirði

Umsjón og daglegur rekstur fjarvarmaveitu HEF á Seyðisfirði ásamt öðrum verkefnum tengdum starfsemi okkar í Múlaþingi öllu. Helstu viðfangsefni og ábyrgð: - Daglegur rekstur fjarvarmaveitu á Seyðisfirði. - Viðhald og eftirlit með dreifikerfi, dælu- og hreinsistöðvum. - Vinna við nýlagnir, endurnýjun, viðhald og rekstur allra veitukerfa fyrirtækisins.

Vatnslaust í Hjarðar- og Bjarkarhlíð

Vegna vinnu við lagnakerfi verður kaldavatnslaust í Hjarðarhlíð og hluta Bjarkarhlíðar á Egilsstöðum í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda

Nýtt vatnsból tekið í notkun á Djúpavogi

Í síðustu viku var nýtt vatnsból fyrir Djúpavog tekið í notkun en unnið hefur verið að því síðan í fyrravor.

Seyðisfjörður - Truflun á hitaveitu á Þriðjudag

Vegna vinnu við dreifikerfi verða truflanir á afhendingu á heitu vatni á Seyðisfirði, Þriðjudaginn 13. Maí milli kl. 08:00-18:00

Truflanir á afhendingu á heitu vatni á Seyðisfirði

Vegna vinnu við dreifikerfi má búast við truflun á afhendingu á heitu vatni á þriðjudag og miðvikudag í Bröttu- og Botnahlíð á Seyðisfirði. Ekki er gert ráð fyrir vatnsleysi eða að truflanir standi yfir í langan tíma í einu.

Hitaveitulaust á Völlum

Truflun verður á afhendingu á heitu vatni á Völlum á Fljótsdalshéraði aðfaranótt föstudagsins 2. maí vegna áætlaðs rafmagnsleysi hjá RARIK

uppfært - Vellir - Truflanir á afhendingu hitaveitu 30.04.2025

Uppfært: RARIK hefur frestað sinni vinnu og því verður ekki þjónusturof á hitaveitu. Hætta verður á að truflanir verði á afhendingu á heitu vatni á Völlum, Fljótsdalshéraði vegna vinnu RARIK við rafmagnsdreifikerfið á morgun 30.04 milli kl. 9:30 - 11:30 Beðist er verlvirðingar á óþægindum vegna þessa.