Fréttir

Lokað fyrir heitt vatn í Bláskógum, Árskógum og Hléskógum

Loka þarf fyrir heitt vatn í Bláskógum, hluta Árskóga og Hléskóga föstudaginn 29. ágúst, frá kl 10 og fram eftir degi vegna vinnu við tengingar.

Uppfært - Ekki þarf lengur að sjóða drykkjarvatn á Seyðisfirði

Uppfært 21:43 Unnið var að því að skola lagnir í kvöld. Nú bíðum við eftir leiðbeiningum frá heilbrigðiseftirlitinu um næstu skref. UPPFÆRT 18:00 Rafmagn er aftur komið á og gegnumlýsing hafin að nýju. Mengað vatn hefur þó komist í lagnir í bænum og verður skolað úr þeim í kvöld. fólki er bent á að láta vatn renna til að hreinsa úr lögnum. -------- Vegna rafmagnsbilunar er lýsingatæki á vatnsveitunni á Seyðisfirði óvirkt í augnablikinu. Viðgerð stendur yfir. Á meðan er fólki ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa ss. þvotta.

Lokun á Árskógum norðan við Bláskóga

Miðvikudaginn 20. ágúst og fimmtudaginn 21. ágúst verða Árskógar lokaðir sunnan við gatnamót við Bláskóga. Lokunin er vegna endurnýjunar á lögnum í Árskógum og Bláskógum.

Tæknirými vatnsveitu á Borgarfirði - Verðkönnun

HEF veitur auglýsa verðkönnun fyrir endurnýjun tæknirýmis og klæðningu neysluvatnstanks á Borgarfirði eystra.