Vatnstankurinn á Djúpavogi verður hreinsaður að innan miðvikudaginn 25. júní. Í leiðinni verður úttakslögninni breytt og framlengd þannig að hún liggi ekki upp við inntakið. Þetta mun stuðla að hreinna vatni og draga úr gruggi.
Á meðan framkvæmdinni stendur verður vatnsveitan rekin á framhjáhlaupi, sem gæti leitt til lægri þrýstings í efri hverfum Djúpavogs. Þrifin hefjast kl. 7 að morgni og er áætlað að þau standi yfir fram eftir degi, til kl. 18.
Vonast er til að íbúar verði ekki varir við óþægindi vegna þessa.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu HEF í síma 470 0780 eða með tölvupósti á hef@hef.is.