Kanntu að lesa

Á næstu dögum opnar HEF „Mínar síður“ fyrir notendur veitunnar.  Þar verður hægt að sjá yfirlit reikninga, viðskiptastöðu og hreyfingayfirlit, ásamt því að notendur munu sjálfir geta skilað inn mælaálestri.  Viðbót þessi er framfaraskref í þjónustu veitunnar.  Heimsóknum starfsmanna HEF til notenda mun fækka með þessu nýja fyrirkomulagi.

Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag, 19. nóvember

Í dag, 19. nóvember er alþjóðlegi klósettdagurinn.

Við eigum öll okkar þátt í mengun í vatni og sjó og því er það í okkar höndum að draga úr henni. Það á aðeins þrennt að fara í klósettið: Piss, kúkur og klósettpappír. Klósettið er enginn staður fyrir eyrnapinna, bómullarhnoðra, blautklúta, smokka og annað rusl. Þessir hlutir eiga að enda í ruslatunnunni. Auðvitað er svo besta lausnin að nota sem minnst af einnota hreinlætisvörum.

Úrgangur í fráveitu er vandamál um allan heim – líka hjá okkur! Auk þess að valda skaða á umhverfinu og rekstri fráveitukerfa, verður sveitarfélagið fyrir miklum kostnaði þegar hreinsa þarf dælur og farga úrgangi sem berst í fráveitukerfin. Það erum jú við sem greiðum fyrir þjónustu við fráveiturnar – því meiri úrgangur, því meiri hreinsun þarf með tilheyrandi kostnaði. Þegar álag er mikið aukast einnig líkur á bilunum í búnaði þannig að skólp fer óhreinsað út í sjó og ferskvatn, sem getur valdið hættu bæði fyrir menn og dýr. Þá hafa húslagnir einnig stíflast vegna blautklúta, en þá lendir kostnaður við úrbætur sem og óþægindi á íbúum og eigendum.  Við verðum endilega að hjálpast að við að breyta þeirri hugsun að klósettið sé ruslafata.

Vissir þú
  • Hver einstaklingur notar að meðaltali 140 lítra af vatni á dag.

  • Lyfjaleifum má alls ekki sturta í klósettið heldur á að fara með þær í næsta apótek eða endurvinnslustöð.

  • Lyfjaleifar finnast í íslenskum vötnum og sjó og geta lyfjaleifar í umhverfinu haft skaðleg áhrif á sjávar- og landdýr.

  • Blautþurrkur, smokkar, eyrnapinnar, tannþráður og annar úrgangur á að fara í ruslið.

  • Ekki sturta niður blautþurrkum í klósett sem merktar eru af framleiðanda sem „flushable“ því þær valda einnig álagi á umhverfið og fráveitukerfin. 

Eftirlitskerfi HEF

Tími: 
Veðurstöð við Tjarnarbraut:
Hitastig:  3,9 °C Jafngildishiti:  3,6 °C
.
Hitaveita
.
Urridavatn: Dæling
Rennsli frá Urriðavatni: 68,4 l/s
Miðlunartankur Valgerðarstaðaás - hæð: 9,6 m
Hitastig vatns: 75,6 °C
Kyndistöð
Rennsli í Fellabæ: 24,1 l/s
Rennsli á Egilsstaði: 40,2 l/s
Hitastig vatns: 75,6 °C
Tjarnarbraut
Hitastig vatns: 75,2 °C
Vatnsþrýstingur: 5,3 bör
Brekkusel
Þrýstingur: 5,2 bör
Miðhúsaveita
Þrýstingur: 6,7 bör
Vallaveita
Hamragerði: Vatnsþrýstingur: 9,5 bör
Rennsli: 6,1 l/s
Kaldá: Hitastig vatns: 68 °C
Vatnsþrýstingur: 6,7 bör
Einarsstaðir: Vatnsþrýstingur: 7,3 bör
.
Vatnsveita
Köldukvíslarveita
Hitastig vatns (K): 3,7 °C
Hitastig vatns, Tankur: 4 °C
Dæling: 17,7 l/s
Vatnstankur: Selöxl
Hæð í miðlunartanki: 6,1 m
Hitastig vatns: 3,7 °C
pH gildi vatns: 7 pH
Leiðni vatns: 59,6 yS
Vatnsþrýstingur Tjarnarbraut: 5,8 bör
Vatnsþrýstingur Fellabæ: 4,4 bör

Pappírslaus viðskipti

Taktu umhverfisvæn skref með okkur og skráðu þig í pappírslaus viðskipti. 

Flutningstilkynning

Ertu að flytja?  Sendu okkur upplýsingar um nýjan notanda og stöðu mæla. 

Eftirlitsálestur

Hér getur þú sent okkur álestur á einfaldan hátt.

Umsókn um heimlögn

Ertu að byggja? Hér getur þú sótt um tengingu við hitaveitu, fráveitu og vatnsveitu.

Vefmyndavél