Vatnsveita á Völlum stækkar

Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við stækkun vatnsveitu HEF veitna inn Velli á Fljótsdalshéraði. Í lok síðustu viku var vatni hleypt á veituna. Áfanginn nú er viðbót við lögn sem náði frá Egilsstöðum í Unalæk, liggur að Kaldá og þaðan upp í Hjallaskóg. Bæir á leiðinni hafa nú verið tengdir og hefur frístundabyggðin í Hjallaskógi einnig möguleika á að tengjast veitunni.
Ekki lengur þörf á að sjóða neysluvatn á Borgarfirði

Nýjustu niðurstöður sýnatöku sýna að engin mengun er lengur í vatnsbólum HEF veitna á Borgarfirði Eystra. Íbúar þurfa því ekki lengur að sjóða vatn til neyslu.
Hef veitur þakka íbúum fyrir þolinmæði síðustu vikna. Nú verður farið yfir stöðuna og metnar þarfir á úrbætum til að lágmarka hættu á mengun.
Eftirlitskerfi HEF
Tími:
Veðurstöð við Tjarnarbraut
Hitaveita
Kyndistöð
Tjarnarbraut
Brekkusel
Miðhúsaveita
Vallaveita
Vatnsveita
Vatnstankur: Selöxl
Mínar síður

Hér er hægt að senda okkur eftirlitsálestur og sjá yfirlit yfir reikninga, hreyfingayfirlit og fleira.
Beiðni um tengingu ljósleiðara
Hér getur þú sótt um tengingu við ljósleiðara
Umsókn um heimlögn

Ertu að byggja? Hér getur þú sótt um tengingu við hitaveitu, fráveitu og vatnsveitu.