Borgarfjörður

HEF veitur sjá um og reka vatns,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu á Borgarfirði eystri.

Djúpivogur

HEF veitur sjá um og reka vatns,- og fráveitukerfi á Djúpavogi.

Fljótsdalshérað

HEF veitur sjá um og reka Hitaveitu,- vatnsveitu,- og fráveitukerfi á nokkrum stöðum á Fljótsdalshéraði.

Seyðisfjörður

HEF veitur sjá um og reka vatnsveitu,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu í Seyðisfirði. 

Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

22.07.2024

Könnun vegna fyrirhugaðrar ljósleiðaravæðingar í þéttbýli í Múlaþingi

Múlaþing hefur til skoðunar að taka tilboði Fjarskiptasjóðs um að ljósleiðaravæða þau heimili í þéttbýli Múlaþings sem eru ekki nú þegar komin með ljósleiðaratengingu. Áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi:
18.07.2024

Upplýsingar til íbúa á Seyðisfirði

Fjarvarmaveitunni á Seyðisfirði var komið á fót árið 1981 fyrir tilstuðlan RARIK og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Frá árinu 1992 hefur RARIK séð um rekstur veitunnar og kynt upp meirihluta húsa bæjarins. RARIK áformar að segja sig frá áframhaldandi rekstri veitunnar frá næstu áramótum. Starfshópur á vegum Múlaþings, HEF veitna og RARIK, kannaði fýsileika nokkurra valkosta fyrir fjarvarmaveituna á Seyðisfirði, með aðkomu ráðgjafa og Orkustofnunar. Niðurstöður voru kynntar á íbúafundi í maí 2022 og birtar í skýrslu í kjölfarið. Þar var farið í gegnum upplýsingar um orku- og aflnotkun veitunnar, ástand dreifikerfisins og frumáætlun um endurnýjun þess. Möguleikar á tengingu við hitaveitukerfi Egilsstaða voru kannaðir, auk fleiri lausna á borð við rekstur miðlægrar varmadælu sem ynni orku úr sjó og að koma upp varmadælu í hvert hús. Hitaveita frá Egilsstöðum reyndist ekki hagkvæm og miðlæg sjóvarmadæla reyndist ekki raunhæf vegna lágs sjávarhita og fjarlægðar kyndistöðvar frá sjó. Varmadæla í hvert hús er hagkvæmur kostur fyrir notendur, en hávaðamengun fylgir þeirri lausn. Fyrir smærri notendur sem njóta niðurgreiðslu getur uppsetning rafhitatúpu verið raunhæf lausn, en minnkar ekki raforkunotkun.
08.07.2024

Sumarlokun Skrifstofu

Skrifstofa HEF veitna í Fellabæ verður lokuð frá 8. júlí til og með 5. ágúst 2024
21.06.2024

Tengivinnu á Seyðisfirði lokið

Tengivinnu við stofnlögn vatnsveitu lauk um kl. 5 í morgun, föstudag 21. júní.

Nýtum heita vatnið vel

Góð ráð fyrir húseigendur

Hitastigið innanhúss ræður að sjálfsögðu miklu um orkunotkunina.  Ef hitakerfið er ekki í jafnvægi fer mikið af heitu vatni til spillis og nýting ofnakerfisins verður ekki eins góð og hún gæti verið.  Einnig er mikilvægt að huga að stillingum á snjóbræðslukerfum og heitum pottum

Lesa meira

Þjónusturof

Góð ráð til húseiganda

Komi til þjónusturofs vegna bilana eða viðhalds lagna er gott að hafa vissa hluti í huga til að koma í veg fyrir tjón þegar hleypt er aftur á kerfið

Lesa meira