Skip to main content

Mengun í drykkjarvatni á Borgarfirði

Borgarfjörður Eystra

Til íbúa Borgarfjarðar

Við reglubundið eftirlit með neysluvatni á Borgarfirði, kom í ljós að vatnið er örverumengað. Um er að ræða E. coli/kólígerlar, sem gefur til kynna að vatnið er mengað af saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum.

Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka, sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni (baðstaðir í 1. flokki skv. reglugerð nr. 460/2015 um baðvatn á baðstöðum í náttúrunni).

Frekari sýnitaka stendur yfir og munum við senda út upplýsingar þegar niðurstöður úr þeim liggja fyrir.


Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnalækni – ágúst 2018

Þegar sjóða þarf neysluvatn

Þegar neysluvatnið er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nauðsynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og drepa með því eða gera óvirka þá meinvalda, sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu á að vatnið sé mengað.

Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga.

Að sjóða neysluvatn

Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt.  Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði.

Soðið vatn

Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á; 

  • til matargerðar, þegar matvælin verða ekki soðin eða steikt (hitameðhöndluð yfir 100°C), eftir þvott eða aðra meðhöndlun í vatni s.s. við skolun á grænmeti og ávöxtum 
  • til íblöndunar safa, annarra drykkja eða matvæla, sem neytt er án eldunar 
  • til kaffilögunar, ef kaffivélin sýður ekki vatnið við uppáhellinguna þarf að setja soðið vatn í hana 
  • til ísmolagerðar 
  • til tannburstunar 
  • til böðunar ungbarna 
  • til loftræstingar s.s. í rakatæki

Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta sé á ferðum sé vatnið notað ósoðið.

Ósoðið vatn

Nota má ósoðið vatn; 

  • til matargerðar s.s. til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð 
  • til uppþvotta í vél eða höndum og er þá leirtau þurrkað eða látið þorna fyrir notkun 
  • til handþvotta 
  • til baða, í baðkari eða sturtu en rétt að brýna fyrir börnum að drekka ekki vatnið 
  • til tauþvotta 
  • til þrifa.

Leiðbeiningar til útprentunar

Aflestur af hitaveitumælum

Hitaveitumælir

Nú stendur yfir aflestur á hitaveitumælum hjá HEF veitum.  Notendur þurfa nú að senda okkur stöðuna, sínum mælum, í gegnum Mínar síður hér á hef.is

Eftir að búið er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum er farið í notkun og álestrar,  Valið rétt heimilisfang eða mælir og staðan skráð (Uppgjörsálestur).  Við mælum líka með að taka mynd af stöðunni og senda með.  Að lokum er staðan send inn með að velja skrá álestur.  Ef eitthvað er óljóst er alltaf hægt að senda okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í 4700780 á opnunartíma HEF veitna

 minarsidur

Eftirlitskerfi HEF

Tími:

Veðurstöð við Tjarnarbraut
Hitastig: 1,5
Jafngildishiti: 1,3

Hitaveita
Rennsli frá Urriðavatni: 59,2 l/s
Miðlun Valgerðarstaðaás - hæð: 9,6 m
Hitastig vatns: 75,7 °C

Kyndistöð
Rennsli í Fellabæ: 24,7 l/s
Rennsli í Egilsstaði: 16,5 l/s
Hitastig vatns: 75,7 °C

Tjarnarbraut
Hitastig vatns: 75 °C
Vatnsþrýstingur: 5,3 bör

Brekkusel
Þrýstingur: 5,2 bör

Miðhúsaveita
Þrýstingur: 7 bör

Vallaveita
Hamragerði:
Vatnsþrýstingur: 9,2 bör
Rennsli: 6,5 l/s
Kaldá:
Hitastig vatns: 68 °C
Vatnsþrýstingur: 7 bör
Einarsstaðir:
Vatnsþrýstingur: 7,5 bör

Vatnsveita
Köldukvíslarveita
Hitastig vatns (K): 5 °C
Hitastig vatns, Tankur: 4,8 °C
Dæling: 19,8 l/s

Vatnstankur: Selöxl
Hæð í miðlunartanki: 6 m
Hitastig vatns: 5 °C
pH gildi vatns: 7 pH
Leiðni vatns: 58,4 yS

Vatnsþrýstingur Tjarnarbraut: 5,7 bör
Vatnsþrýstingur Fellabæ: 4,6 bör

Mínar síður

Hér er hægt að senda okkur eftirlitsálestur og sjá yfirlit yfir reikninga, hreyfingayfirlit og fleira. 

Flutningstilkynning

Ertu að flytja?  Sendu okkur upplýsingar um nýjan notanda og stöðu mæla. 

Beiðni um tengingu ljósleiðara

Hér getur þú sótt um tengingu við ljósleiðara

Umsókn um heimlögn

Ertu að byggja? Hér getur þú sótt um tengingu við hitaveitu, fráveitu og vatnsveitu.