Skrifstofa HEF verður lokuð fimmtudaginn 9. júlí.

Skrifstofa Hitaveitu Egilsstaða og Fella verður lokuð fimmtudaginn 9. júlí vegna kynningaferðar starfsmanna. 

Fita úr fráveitu í flösku

BlaaTrektin

Á 40. afmælisári sínu hefur HEF sett af stað langtímaverkefni sem felst í því að hvetja íbúa til að setja ekki fitu og olíur í fráveitukerfið.  Öllum íbúum standa til boða, án endurgjalds, söfnunartrektar með loki til að skrúfa á einnota plastflöskur sem svo má skila á móttökustöð.

Ávinningurinn er mikill, því hverskonar fita sest í lagnakerfi, bæði heimæða á lóðum sem húseigendur eiga og götulagna í umsjá HEF.  Þá er mikið unnið með því að minnka magn fitu í hreinsistöðvum þar sem hún þránar fljótt og lyktar illa.

HEF vonast til að íbúar verðir virkir fitusafnarar og leggist á eitt við að minnka viðhaldskostnað fráveitukerfisins, til hagsbóta fyrir umhverfið, með möguleikanum á að úr afgangsfitunni verði unnin lífdísill í samstarfi við Vistorku (vistorka.is).

Íbúar geta nálgast trektarnar á skrifstofu HEF, Einhleypingi 1, Fellabæ og í Húsi handanna, Miðvangi 1-3, Egilsstöðum. 

Eftirlitskerfi HEF

Tími: 
Veðurstöð við Tjarnarbraut:
Hitastig:  9,2 °C Jafngildishiti:  8,9 °C
.
Hitaveita
.
Urridavatn: Dæling
Rennsli frá Urriðavatni: 40,8 l/s
Miðlunartankur Valgerðarstaðaás - hæð: 9,6 m
Hitastig vatns: 76,5 °C
Kyndistöð
Rennsli í Fellabæ: 6,1 l/s
Rennsli á Egilsstaði: 34,7 l/s
Hitastig vatns: 76,5 °C
Tjarnarbraut
Hitastig vatns: 75,4 °C
Vatnsþrýstingur: 5 bör
Brekkusel
Þrýstingur: 5,2 bör
Miðhúsaveita
Þrýstingur: 6,6 bör
Vallaveita
Hamragerði: Vatnsþrýstingur: 9,5 bör
Rennsli: 5,2 l/s
Kaldá: Hitastig vatns: 67,3 °C
Vatnsþrýstingur: 6,8 bör
Einarsstaðir: Vatnsþrýstingur: 7,5 bör
.
Vatnsveita
Köldukvíslarveita
Hitastig vatns (K): 3,7 °C
Hitastig vatns, Tankur: 2,8 °C
Dæling: 22,8 l/s
Vatnstankur: Selöxl
Hæð í miðlunartanki: 5,8 m
Hitastig vatns: 3,7 °C
pH gildi vatns: 7 pH
Leiðni vatns: 58,4 yS
Vatnsþrýstingur Tjarnarbraut: 5,6 bör
Vatnsþrýstingur Fellabæ: 4,3 bör

Pappírslaus viðskipti

Taktu umhverfisvæn skref með okkur og skráðu þig í pappírslaus viðskipti. 

Flutningstilkynning

Ertu að flytja?  Sendu okkur upplýsingar um nýjan notanda og stöðu mæla. 

Eftirlitsálestur

Hér getur þú sent okkur álestur á einfaldan hátt.

Umsókn um heimlögn

Ertu að byggja? Hér getur þú sótt um tengingu við hitaveitu, fráveitu og vatnsveitu.

Vefmyndavél