Hitaveita á Djúpavogi

Árið 1994 var fyrsta hitastigulsholan í nágrenni Djúpavogs boruð.  Holan þótti gefa vísbendingu um að finna mætti jarðhitasvæði í nágrenni hennar en hitastigullinn var 84°C/km.  Síðan þá hefur svæðið verið kortlagt og margar holur boraðar.  í byrjun árs 2024 hófu HEF veitur borun á holu sem vonast er til að geti gefið nægilegt magn af heitu vatni til að þjónusta þéttbýlið á Djúpavogi.

Hér er hægt að lesa sögu jarðhitaleitar við Djúpavog.

Borun við Djúpavog

Jarðborinn Trölli frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða (Ræktó) hefur á síðustu vikum og mánuðum borað eftir heitu vatni við Djúpavog. Nú er þessari borun lokið og umfjöllun lokið en hér var fjallað um gang mála.