Hitaveita á Djúpavogi

Árið 1994 var fyrsta hitastigulsholan í nágrenni Djúpavogs boruð.  Holan þótti gefa vísbendingu um að finna mætti jarðhitasvæði í nágrenni hennar en hitastigullinn var 84°C/km.  Síðan þá hefur svæðið verið kortlagt og margar holur boraðar.  í byrjun árs 2024 hófu HEF veitur borun á holu sem vonast er til að geti gefið nægilegt magn af heitu vatni til að þjónusta þéttbýlið á Djúpavogi.

Hér er hægt að lesa sögu jarðhitaleitar við Djúpavog.

Leit að jarðhita heldur áfram við Djúpavog

HEF veitur halda leit að frekari jarðhitaauðlind áfram skammt frá Djúpavogi. Þó að svæðið sé krefjandi þá færumst við nær markmiðinu með hverri sókn.

Rannsóknarborun á Djúpavogi lokið í bili

Borbræður luku nýverið við borun á tveimur rannsóknarholum á jarðhitasvæðinu við Djúpavog. Næsta skref er að fá ÍSOR til okkar að mæla holurnar og uppfæra þrívíddarlíkanið af svæðinu.

Uppfært: Borbræður halda áfram leit að heitu vatni við Djúpavog

Borun seinni holunnar gengur vel og stefnirhún með hraðbyr í 250 metra.

Borun við Djúpavog

Jarðborinn Trölli frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða (Ræktó) hefur á síðustu vikum og mánuðum borað eftir heitu vatni við Djúpavog. Nú er þessari borun lokið og umfjöllun lokið en hér var fjallað um gang mála.