Framkvæmdir og nýbyggingar

Áður en hafist er handa er mikilvægt leita upplýsinga um mögulegar lagnir á svæðinu til að koma í veg fyrir tjón og óþægindi sem því fylgir.  Kortasjáin getur gefið okkur vísbendingar um legu lagna en öruggast er að hafa samband við okkur í síma 4 700 780 eða senda okkur línu á hef@hef.is og meta með starfsmanni hvort þörf er á að skoða lagnagrunna nánar og jafnvel mæta á svæðið og merkja staðsetningu lagna.

Ertu að fara að grafa ?

Við viljum endilega vita af fyrirhuguðum framkvæmdum.  Bæði til að koma í veg fyrir óþarfa tjón og eins er aldrei að vita nema að við getum unnið saman og nýtt framkvæmdina til frekari úrbóta.

Ertu búin að kynna þér lagnir á svæðinu?
Kortasjáin okkar sýnir grunnupplýsingar en nauðsýnlegt er að hafa samband til að fá nákvæmari staðsetningu lagna.

Er kominn tími á endurnýjun heimlagna ?
Við hvetjum húseigendur til að láta okkur vita þegar framkvæmdir eru fyrirhugaðar svo við getum metið hvort þörf er á endurnýjun lagna á lóðinni.

Þarf mögulega að færa veitulagnir í tengslum við framkvæmdina?
Ef þú telur að mögulega þurfi að færa lagnir eða breyta þeim skal hafa samband við okkur áður en framkvæmd hefst.  Ef samþykki færst fyrir færslu skal HEF annast framkvæmdina eftir að samið hefur verið um hver beri kostnaðinn.

 Ertu að byggja ?

Áður en hafist er handa við húsbyggingu skal kanna vel möguleika á tengingum við veitur HEF.  Grunnupplýsingar um þjónustu sem HEF veitir á hverjum stað er að finna undir sér síðum hvers kjarna á forsíðunni.  Það er líka alltaf hægt að hafa samband við okkur til að fá sem nákvæmastar upplýsingar.

Þegar það liggur fyrir hvaða þjónusta er í boði á þínu svæði er hægt að sækja um tengingu við veitukerfin

Sækja um tengingu 

 Vantar þig skammtímatengingu

Ef þú þarft á sammtímatengingu að halda á meðan á framkvæmd stendur t.d. til að tengja hita í vinnuskúr eða til að fá vatn á framkvæmdastaðinn, þá skaltu endilega hafa samband við okkur og við skoðum hvað við getum gert.