Fréttir

Eiðar og Eiðaþinghá - Þjónusturof

Vegna rafmagnsleysis hjá RARIK 19.11.25 frá kl. 15-17 munu dælustöðvar okkar í Eiðaþinghá og á Eiðum detta út á meðan á rafmagnsleysi stendur.

Uppfært: Truflun á afhendingu á heitu vatni á Seyðisfirði - Lekaleit.

Lekaleit á hitaveitu á Seyðisfirði fer fram 11. – 18. Nóvember. Leitin fer fram milli kl. 9 og 17 þessa daga. Truflun verður því á afhendingu á heitu vatni á þessu tímabili. Lekaleit fer þannig fram að lokað er fyrir ákveðnar götur eða hverfi og síðan gerðar mælingar til að útiloka leka. Það er því miður þannig að ekki er hægt að segja nákvæmlega hvar og hvenær truflanir verða.