Nýtt neysluvatnsból á Djúpavogi stenst allar gæðakröfur

Lokahús nýs vatnsbóls á Djúpavogi.
Lokahús nýs vatnsbóls á Djúpavogi.

Nú í maí var nýtt vatnsból á Djúpavogi tekið í notkun og vatni nú dælt úr tveimur borholum við Búlandsá. Frumrannsóknir áður en vatnsbólið var tekið í notkun sýndu fram á að vatnsgæði væru fullnægjandi en nú hefur það verið staðfest með sýnatöku Haust.

Sýni var tekið bæði fyrir og eftir gegnumlýsingartæki við vatnstankinn og reyndist vatnið standast gæðakröfur fyllilega fyrir gegnumlýsingu. Því er úlit fyrir að gegnumýsingar sé ekki þörf lengu á Djúpavogi með tilkomu nýs vatnsbóls. Því verður þó haldið gangandi fyrst árið í notkun hið minnsta á meðan betri reynsla fæst á gæði vatnsins. 

Ennfremur var gerð heildarefnagreining á vatninu og koma niðurstöður þar afar vel út.

Stefnt er á að hreinsa vatnstankinn á Djúpavogi á miðvikudaginn 25. júni. Frekari upplýsingar um það birtast eftir helgi hér á heimasíðunni.