19.08.2025
Uppfært 21:43
Unnið var að því að skola lagnir í kvöld. Nú bíðum við eftir leiðbeiningum frá heilbrigðiseftirlitinu um næstu skref.
UPPFÆRT 18:00
Rafmagn er aftur komið á og gegnumlýsing hafin að nýju. Mengað vatn hefur þó komist í lagnir í bænum og verður skolað úr þeim í kvöld. fólki er bent á að láta vatn renna til að hreinsa úr lögnum.
--------
Vegna rafmagnsbilunar er lýsingatæki á vatnsveitunni á Seyðisfirði óvirkt í augnablikinu. Viðgerð stendur yfir. Á meðan er fólki ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa ss. þvotta.
19.08.2025
Miðvikudaginn 20. ágúst og fimmtudaginn 21. ágúst verða Árskógar lokaðir sunnan við gatnamót við Bláskóga.
Lokunin er vegna endurnýjunar á lögnum í Árskógum og Bláskógum.
08.08.2025
HEF veitur auglýsa verðkönnun fyrir endurnýjun tæknirýmis og klæðningu neysluvatnstanks á Borgarfirði eystra.
29.07.2025
Vegna framkvæmda við vatnslagnir í dag verða truflanir á afhendingu á svæðinu fyrir utan gamla ríkið, Hafnargötu 11.
18.07.2025
HEF veitur óska eftir verði frá verktökum í framkvæmd endurnýjunar á þaki skrifstofuhúsnæðis að Fellabrún 1.
18.07.2025
Mikilvægum áfanga var náð fimmtudaginn 17. júlí, þegar HEF veitur og LaunAfl undirrituðu verksamning um byggingu fyrsta áfanga nýrrar hreinsistöðvar fráveitu á Melshorni
07.07.2025
Vegna viðgerðar verður lokað fyrir heitt vatn við Brekkuveg á Seyðisfirði miðvikudaginn 9. júlí.
30.06.2025
Vegna bilana í vinnslukerfi Landsvirkjunar verður skert afhending á rafmagni til fjarvarmaveitna þann 1. júlí kl 8 - 16. Á meðan því stendur verður olíuketillinn notaður til að hita vatn á dreifikerfi Seyðisfjarðar.
26.06.2025
Vatnslögn fór í sundur í Hömrum á Djúpavogi og loka þurfti fyrir vatn í alla götunna vegna þess. Unnið er að viðgerð en vatn kemur ekki á aftur fyrr en að viðgerð lokinni
24.06.2025
Vatnstankurinn á Djúpavogi verður hreinsaður að innan miðvikudaginn 25. júní. Á meðan framkvæmdinni stendur verður vatnsveitan rekin á framhjáhlaupi, sem gæti leitt til lægri þrýstings í efri hverfum Djúpavogs. Þrifin hefjast kl. 7 að morgni og er áætlað að þau standi yfir fram eftir degi, til kl. 18.