Fréttir

Olíuketill í notkun á Seyðisfirði 1. júlí

Vegna bilana í vinnslukerfi Landsvirkjunar verður skert afhending á rafmagni til fjarvarmaveitna þann 1. júlí kl 8 - 16. Á meðan því stendur verður olíuketillinn notaður til að hita vatn á dreifikerfi Seyðisfjarðar.

Vatnslaust á Hömrum Djúpavogi

Vatnslögn fór í sundur í Hömrum á Djúpavogi og loka þurfti fyrir vatn í alla götunna vegna þess. Unnið er að viðgerð en vatn kemur ekki á aftur fyrr en að viðgerð lokinni

Þrif og breytingar á vatnstanki á Djúpavogi

Vatnstankurinn á Djúpavogi verður hreinsaður að innan miðvikudaginn 25. júní. Á meðan framkvæmdinni stendur verður vatnsveitan rekin á framhjáhlaupi, sem gæti leitt til lægri þrýstings í efri hverfum Djúpavogs. Þrifin hefjast kl. 7 að morgni og er áætlað að þau standi yfir fram eftir degi, til kl. 18.

Lokað fyrir heitt vatn í hluta Seyðisfjarðar

Lokað fyrir heitt vatn í hluta Seyðisfjarðar vegna vinnu við leka í Baugssvegi þriðjudaginn 24. júní kl 10.

Nýtt neysluvatnsból á Djúpavogi stenst allar gæðakröfur

Nú í maí var nýtt vatnsból á Djúpavogi tekið í notkun og koma niðurstöður vatnsgæðaeftirlits afar vel út.

Skert afhending á heitu vatni á Seyðisfirði

Frá og með mánudeginum 23. júní til föstudags 27. júní má því búast við skertri afhendingu á heitu vatni í sunnanverðum bænum vegna lekaleitar.

Lokað fyrir neysluvatn vegna viðgerðar á Seyðisfirði

Lokað verður fyrir neysluvatn vegna viðgerðar á stofnlögn á Seyðisfirði miðvikudaginn 18. júní kl 23. Vatnslaust verður í öllum bænum og búast má við lokun vari í allt að 4 klst.

Útboð á þrepasíum og dælum á Melshorn

HEF veitur óska eftir tilboðum í sogdælur og þrepasíur í nýja skólphreinsistöð á Melshorni.

Hreinsun rotþróa í Múlaþingi - Vellir Fljótsdalshéraði

Vinna við hreinsun rotþróa á Völlum hefst fimmtudaginn 5. júní. HEF veitur standa fyrir losun á 3ja ára fresti. Þessi losun gjaldfærist samkvæmt gjaldskrá HEF veitna.

SMS við þjónusturof

Nú er mikið að gera hjá HEF veitum og framkvæmdir sumarsins komnar á fullt. Við sendum reglulega út SMS til viðskiptavina ef til kemur skerðing á þjónustu.