09.10.2025
Nú ættu flestir notendur að vera komin með heitt vatn. Þrýstingur er að byggjast upp. Enn er þó verið að vinna í því að ná upp þrýstingi hjá þeim sem lengst eru frá Egilsstöðum
07.10.2025
HEF veitur auglýsa eftir iðnaðarmanni á starfsstöð veitunnar í Fellabæ. Helstu verkefni eru viðhald og umsjón með veitukerfum í Múlaþingi.
01.10.2025
HEF veitur auglýsa stöðu umsjónarmanns í kyndistöð veitunnar á Seyðisfirði.
23.09.2025
Vegna uppfærslu á stýrikerfi rafskautaketils í kyndistöðinni á Seyðisfirði verður kynt með olíu þriðjudaginn 23. september.
26.08.2025
Loka þarf fyrir heitt vatn í Bláskógum, hluta Árskóga og Hléskóga föstudaginn 29. ágúst, frá kl 10 og fram eftir degi vegna vinnu við tengingar.
19.08.2025
Uppfært 21:43
Unnið var að því að skola lagnir í kvöld. Nú bíðum við eftir leiðbeiningum frá heilbrigðiseftirlitinu um næstu skref.
UPPFÆRT 18:00
Rafmagn er aftur komið á og gegnumlýsing hafin að nýju. Mengað vatn hefur þó komist í lagnir í bænum og verður skolað úr þeim í kvöld. fólki er bent á að láta vatn renna til að hreinsa úr lögnum.
--------
Vegna rafmagnsbilunar er lýsingatæki á vatnsveitunni á Seyðisfirði óvirkt í augnablikinu. Viðgerð stendur yfir. Á meðan er fólki ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa ss. þvotta.
19.08.2025
Miðvikudaginn 20. ágúst og fimmtudaginn 21. ágúst verða Árskógar lokaðir sunnan við gatnamót við Bláskóga.
Lokunin er vegna endurnýjunar á lögnum í Árskógum og Bláskógum.
08.08.2025
HEF veitur auglýsa verðkönnun fyrir endurnýjun tæknirýmis og klæðningu neysluvatnstanks á Borgarfirði eystra.
29.07.2025
Vegna framkvæmda við vatnslagnir í dag verða truflanir á afhendingu á svæðinu fyrir utan gamla ríkið, Hafnargötu 11.
18.07.2025
HEF veitur óska eftir verði frá verktökum í framkvæmd endurnýjunar á þaki skrifstofuhúsnæðis að Fellabrún 1.