Lokað fyrir heitt vatn í hluta Seyðisfjarðar

Brekkuvegur og nágrenni, þar sem lokað verður fyrir heitt vatn á miðvikudag.
Brekkuvegur og nágrenni, þar sem lokað verður fyrir heitt vatn á miðvikudag.

Vegna viðgerðar verður lokað fyrir heitt vatn við Brekkuveg á Seyðisfirði miðvikudaginn 9. júlí.

Viðgerðin hefst að morgni og verður lokað fyrir vatnið kl 9 að morgni, og reiknað með að viðgerðin geti staðið frameftir degi.

Beðist er velvirðingar vegna óþæginda sem þetta kann að valda.

Ef frekari upplýsinga er þörf má hafa samband í síma 4 700 780 eða með tölvupósti á hef@hef.is.