Frá undirritun verksamningsins.
Frá vinstri: Fyrir Launafl: Kristjón Sigurbergsson, verkefnastjóri og Magnús Helgason, framkvæmdastjóri,
Fyrir HEF veitur: Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri og Þorsteinn B. Ragnarsson, verkefnastjóri.
Mikilvægum áfanga var náð fimmtudaginn 17. júlí, þegar HEF veitur og LaunAfl undirrituðu verksamning um byggingu fyrsta áfanga nýrrar hreinsistöðvar fráveitu á Melshorni.
Verkið var boðið út í apríl og tilboð opnuð í maí.
Hönnun byggingarinnar er á höndum Sniddu arkitekta og Verkís verkfræðistofu.
Verkfræðistofan Cowi sér um hönnunarstjórn og Verkráð sér um byggingarstjórn og framkvæmdaeftirlit.
Kerfishönnun og val á búnaði í stöðina er samstarfsverkefni starfsmanna HEF og Malmberg / Eliquo í Noregi.
Með verkefninu verður tekið stórt skref í átt að bættri fráveitu á svæðinu, fækkun útrása og einföldun í rekstri hreinsunar.
Ætlað er að byggingin verði fullgerð öðru hvoru megin við næstu áramót og að rekstur geti hafist á fyrstu mánuðum komandi árs.