Vegna bilana í vinnslukerfi Landsvirkjunar verður skert afhending á rafmagni til fjarvarmaveitna þann 1. júlí kl 8 - 16.
Ekki er ljóst hvort þörf sé á frekari skerðingum í framhaldinu en staðan verður endurmetin í fyrramálið.
Á meðan því stendur verður olíuketillinn notaður til að hita vatn á dreifikerfi Seyðisfjarðar. Íbúar bæjarins eiga ekki að verða varir við truflanir á meðan.