Fréttir

Truflun á afhendingu á heitu vatni á Seyðisfirði - Lekaleit.

Lekaleit á hitaveitu á Seyðisfirði fer fram 11. – 18. Nóvember. Leitin fer fram milli kl. 9 og 17 þessa daga. Truflun verður því á afhendingu á heitu vatni á þessu tímabili. Lekaleit fer þannig fram að lokað er fyrir ákveðnar götur eða hverfi og síðan gerðar mælingar til að útiloka leka. Það er því miður þannig að ekki er hægt að segja nákvæmlega hvar og hvenær truflanir verða.

Kaldavatnslaust í Fellabæ

Uppfært 09:30 Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Fellabæ. Unnið er að viðgerð en búas má við að það verði vatnslaus fram eftir degi.

Uppfært 09:30 - Viðhaldsvinna á Virkjunarsvæði HEF veitna við Urriðavatn

Nú ættu flestir notendur að vera komin með heitt vatn.  Þrýstingur er að byggjast upp.  Enn er þó verið að vinna í því að ná upp þrýstingi hjá þeim sem lengst eru frá Egilsstöðum

Starf: Umsjón veitukerfa í Múlaþingi

HEF veitur auglýsa eftir iðnaðarmanni á starfsstöð veitunnar í Fellabæ. Helstu verkefni eru viðhald og umsjón með veitukerfum í Múlaþingi.

Heilsársstarf á Seyðisfirði

HEF veitur auglýsa stöðu umsjónarmanns í kyndistöð veitunnar á Seyðisfirði.

Olíuketill í notkun á Seyðisfirði 23. september

Vegna uppfærslu á stýrikerfi rafskautaketils í kyndistöðinni á Seyðisfirði verður kynt með olíu þriðjudaginn 23. september.

Lokað fyrir heitt vatn í Bláskógum, Árskógum og Hléskógum

Loka þarf fyrir heitt vatn í Bláskógum, hluta Árskóga og Hléskóga föstudaginn 29. ágúst, frá kl 10 og fram eftir degi vegna vinnu við tengingar.

Uppfært - Ekki þarf lengur að sjóða drykkjarvatn á Seyðisfirði

Uppfært 21:43 Unnið var að því að skola lagnir í kvöld. Nú bíðum við eftir leiðbeiningum frá heilbrigðiseftirlitinu um næstu skref. UPPFÆRT 18:00 Rafmagn er aftur komið á og gegnumlýsing hafin að nýju. Mengað vatn hefur þó komist í lagnir í bænum og verður skolað úr þeim í kvöld. fólki er bent á að láta vatn renna til að hreinsa úr lögnum. -------- Vegna rafmagnsbilunar er lýsingatæki á vatnsveitunni á Seyðisfirði óvirkt í augnablikinu. Viðgerð stendur yfir. Á meðan er fólki ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa ss. þvotta.

Lokun á Árskógum norðan við Bláskóga

Miðvikudaginn 20. ágúst og fimmtudaginn 21. ágúst verða Árskógar lokaðir sunnan við gatnamót við Bláskóga. Lokunin er vegna endurnýjunar á lögnum í Árskógum og Bláskógum.

Tæknirými vatnsveitu á Borgarfirði - Verðkönnun

HEF veitur auglýsa verðkönnun fyrir endurnýjun tæknirýmis og klæðningu neysluvatnstanks á Borgarfirði eystra.