Fréttir

Lekaleit vikuna 26.-30. janúar á Seyðisfirði

Vegna lekaleitar má búast við truflunum á afhendingu á heitu vatni í vikunni.

TILBOÐA óskað í uppsetningu og tengingu búnaðar í hreinsistöð

HEF veitur óska eftir tilboðum í verkið „Hreinsistöð við Melshorn – Áfangi I – Uppsetning og tenging búnaðar“

Lokað fyrir heitt vatn í hluta Seyðisfjarðar 19-21. janúar

Vegna lekaleitar í dreifikerfi fjarvarmaveitu Seyðisfjarðar verða truflanir á afhendingu á heitu vatni mánudaginn 19. janúar. Frá kl 9 og til hádegis má búast við truflunum í austurhluta bæjarins og eftir hádegi er lekaleit utan við Miðtún. Á þriðjudeginum 20. janúar verður farið í viðgerð við Austurveg 11 og má búast við truflunum þar í kring frá kl 9-5 þann dag.

Leit að jarðhita heldur áfram við Djúpavog

HEF veitur halda leit að frekari jarðhitaauðlind áfram skammt frá Djúpavogi. Þó að svæðið sé krefjandi þá færumst við nær markmiðinu með hverri sókn.

Ráðgjafaþjónusta fyrir uppsetningu varmadælukerfa á köldum svæðum

HEF veitur bjóða íbúum á köldum svæðum í Múlaþingi ráðgjafaþjónustu varðandi uppsetningu varmadælukerfa. Heimsóknir verða skipulagðar á vormánuðum 2026. Skráning fer fram hér eða með því að hafa samband við skrifstofu HEF veitna í síma 4 700 780.

Olíuketill í notkun á Seyðisfirði 17. desember

Vegna bilunar í rafskautakatli í kyndistöðinni á Seyðisfirði hefur olíuketillinn verið ræstur í dag, miðvikudaginn 17. desember.

UPPFÆRT: Vegna rafmagnsleysis sló gegnumlýsingartækinu á Seyðisfirði út í nótt.

Lýsingartækið er komið í gagnið. Vegna rafmagnsleysis sló gegnumlýsingartækinu á Seyðisfirði út í nótt. Unnið er að gangsetningu tækisins en á áður en það er komið í gagnið er fólki ráðlagt að sjóða neysluvatn til drykkjar.

Lokað fyrir heitt vatn í Bjólfsgötu, Oddagötu og Öldugötu 9. desember

Vegna vinnu við lagnir á Seyðisfirði verður lokað fyrir heitt vatn í Bjólfsgötu, Oddagötu og Öldugötu á morgun, 9. desember, frá kl 9. Áætlað er að viðgerð ljúki um kl 16.

Eiðar og Eiðaþinghá - Þjónusturof

Vegna rafmagnsleysis hjá RARIK 19.11.25 frá kl. 15-17 munu dælustöðvar okkar í Eiðaþinghá og á Eiðum detta út á meðan á rafmagnsleysi stendur.

Uppfært: Truflun á afhendingu á heitu vatni á Seyðisfirði - Lekaleit.

Lekaleit á hitaveitu á Seyðisfirði fer fram 11. – 18. Nóvember. Leitin fer fram milli kl. 9 og 17 þessa daga. Truflun verður því á afhendingu á heitu vatni á þessu tímabili. Lekaleit fer þannig fram að lokað er fyrir ákveðnar götur eða hverfi og síðan gerðar mælingar til að útiloka leka. Það er því miður þannig að ekki er hægt að segja nákvæmlega hvar og hvenær truflanir verða.