Heilsársstarf á Seyðisfirði

Vinna við stofnlögn á Seyðisfirði
Vinna við stofnlögn á Seyðisfirði

HEF veitur auglýsa stöðu umsjónarmanns fjarvarmaveitu Seyðisfjarðar

Umsjónarmaður sinnir daglegum rekstri fjarvarmaveitunnar ásamt öðrum verkefnum tengdum starfsemi HEF veitna í Múlaþingi.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur fjarvarmaveitunnar á Seyðisfirði
  • Viðhald og eftirlit með dreifikerfi, dælu- og hreinsistöðvum
  • Vinna við nýlagnir, endurnýjun, viðhald og rekstur veitukerfa fyrirtækisins

 

Hæfni og þekking

  • Iðn- og/eða tæknimenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á vinnu við rafmagn og pípulagnir er kostur

 

Umsóknarfrestur er til og með 14. október 2025.

Sækja um starf

 

Öll áhugasöm, óháð kyni, eru hvött til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri,

Aðalsteinn Þórhallsson, ath@hef.is – s. 8624180.