Uppfært 09:30 - Viðhaldsvinna á Virkjunarsvæði HEF veitna við Urriðavatn

Virkjunarsvæði HEF veitna á Urriðavatni.  Mynd: Unnar Erlingsson
Virkjunarsvæði HEF veitna á Urriðavatni. Mynd: Unnar Erlingsson

Uppfært 09:30

Nú ættu flestir notendur að vera komin með heitt vatn.  Þrýstingur er að byggjast upp.  Enn er þó verið að vinna í því að ná upp þrýstingi hjá þeim sem lengst eru frá Egilsstöðum

Uppfært 07:00

Við erum byrjuð að hleypa vatni til notenda en það mun taka tíma fram eftir degi að ná upp þrýstingi á kerfið. Við biðjum notendur að fara sparlega með heita vatnið fyrst um sinn.

Uppfært 05:40

Varaafl komst á kl 05:40 og við erum byrjuð að dæla í forðatank.  Einhver stund er þar til vatn fer að flæða til notenda.

 

Uppfært 01:40

Ekki hefur tekist að koma dælingu aftur á innann þess tímaramma sem við gáfum okkur.  Það veldur því að nú er hitaveitulaust á Egilsstöðum, í Fellabæ og nærsveitum.  Unnið er hörðum höndum að því að koma dælingu af stað aftur með varaafli.

 

Aðgerð hefst kl. 23.00, 9. október 2025
Lok áætluð kl. 10:00 , 10. október 2025

Aðfaranótt föstudags 10, október er áætluð vinna við rafmagn við Urriðavatn. Þ.a.l. stöðvast uppdæling á heitu vatni eða verður á lágmarks afköstum á meðan á þessari vinnu stendur.

Við viljum biðja notendur að spara heitt vatn eins og kostur er og einnig má búast við að þrýstingur verði minni en við eigum að venjast.

Vinnan hefur áhrif á Egilsstaði, Fellabæ, Velli og Eiðaþinghá.

Fréttin verður uppfærð ef þörf krefur.