Lekaleit á hitaveitu á Seyðisfirði fer fram 11. – 18. Nóvember. Leitin fer fram milli kl. 9 og 17 þessa daga. Truflun verður því á afhendingu á heitu vatni á þessu tímabili.
Lekaleit fer þannig fram að lokað er fyrir ákveðnar götur eða hverfi og síðan gerðar mælingar til að útiloka leka. Það er því miður þannig að ekki er hægt að segja nákvæmlega hvar og hvenær truflanir verða. Hver staður verður því aðeins vatnslaus í stutta stund í einu á þessu tímabili.
Beðist er velvirðingar á truflunum sem þetta kann að valda.
SMS var sent 11.11 kl. 10:15 á íbúa skráða á sms lista HEF veitna. Ef þú vilt fá sms getur þú skráð þig á listann hér