Lokun á Árskógum norðan við Bláskóga

Lokun í Árskógum
Lokun í Árskógum

Miðvikudaginn 20. ágúst og fimmtudaginn 21. ágúst verða Árskógar lokaðir sunnan við gatnamót við Bláskóga.  

Lokunin er vegna endurnýjunar á lögnum í Árskógum og Bláskógum.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda þeim en hjáleið verður um Árhvamm, Borgarfjarðarveg og Skógarlönd.

Lokunin hefur áhrif á ferðir strætó og munu stoppustöðvarnar Árskógar við Dalskóga og Skógarlönd við leikskóla detta út á leið strætó frá Íþróttamiðstöð og yfir í Fellabæ þar sem strætó þarf að keyra um hjáleið.