Uppfært 21:43
Unnið var að því að skola lagnir í kvöld. Nú bíðum við eftir leiðbeiningum frá heilbrigðiseftirlitinu um næstu skref. Mögulega hafa óhreinindi farið af stað í lögnum við aðgerðir kvöldsins og litað vatn. Notendum er bent á að láta vatn renna til að skola vel úr lögnum.
UPPFÆRT 18:00
Vegna rafmagnsbilunar er lýsingatæki á vatnsveitunni á Seyðisfirði óvirkt í augnablikinu. Viðgerð stendur yfir. Á meðan er fólki ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa ss. þvotta.
Þegar viðgerð verður lokið og lýsing orðin virk aftur munu starfsmenn HEF veitna skola úr lögnum í bænum. Það getur valdið því að grugg fari af stað og liti vatnið tímabundið.