Starf: Umsjón veitukerfa í Múlaþingi

Borholur og stjórnstöð HEF við Urriðavatn.
Borholur og stjórnstöð HEF við Urriðavatn.

HEF veitur auglýsa eftir iðnaðarmanni á starfsstöð veitunnar í Fellabæ

Fjölbreytt starf í öflugum hópi sem sinnir rekstri, viðhaldi og endurnýjun veitukerfa í Múlaþingi.

Helstu verkefni:

  • Viðhald dreifikerfis og dælu- og hreinsistöðva
  • Nýlagnir og endurnýjun veitukerfa
  • Afleysing / þátttaka í verkstjórn og skipulagningu verka

 

Hæfni og þekking:

  • Iðn- og/eða tæknimenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á vinnu við pípulagnir og vélbúnað er kostur

 

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2025.

 

Sækja um starf

 

Öll áhugasöm, óháð kyni, eru hvött til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri,

Aðalsteinn Þórhallsson, ath@hef.is – s. 8624180.