HEF veitur óska eftir tilboðum í verkið „Hreinsistöð við Melshorn – Áfangi I – Uppsetning og tenging búnaðar“
Helstu verkþættir eru:
Um er að ræða uppsetningu á búnaði inn í hreinsistöð sem er í byggingu við Melshorn á Egilsstöðum ásamt því að smíða og setja upp dælurör. Áætluð verklok á byggingu hreinsistöðvarinnar eru í lok febrúar 2026.
Verktakar sem hafa áhuga á að taka að sér verkið geta sent beiðni á gudmundur@verkrad.is og óskað eftir gögnum frá og með 16. janúar 2026.
Gögn verða aðgengileg á verkefnavef sem verktaki fær aðgang að.
Skil á tilboðum er fyrir 2. febrúar 2026 kl. 10:00.
Vettvangsskoðun verður 22. janúar kl. 11:00.
HEF veitur áskilja sér rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.