Vegna lekaleitar í dreifikerfi fjarvarmaveitu Seyðisfjarðar verða truflanir á afhendingu á heitu vatni mánudaginn 19. janúar.
Frá kl 9 og til hádegis má búast við truflunum í austurhluta bæjarins og eftir hádegi er lekaleit utan við Miðtún.
Á þriðjudeginum 20. janúar verður farið í viðgerð við Austurveg 11 og má búast við truflunum á afhendingu frá fjarvarmaveitu þann dag í eftirfarandi hús.
Við biðjumst velvirðingar á truflunum sem þetta getur valdið.