Tengivinnu á Seyðisfirði lokið

Tengivinna langt komin.
Tengivinna langt komin.

Tengivinnu við stofnlögn vatnsveitu lauk um kl. 5 í morgun.

Allir notendur ættu að vera komnir með vatn, en ráðlagt er að skrúfa varlega frá krönum þar sem loft gæti verið á kerfinu.

Vinnan stóð í um 7 klst. og að því komu 13 starfsmenn HEF og verktaka.  5 gröfur af ýmsum stærðum voru notaðar við verkið

HEF veitur þakka Seyðfirðingum auðsýnt umburðarlindi vegna framkvæmdarinnar.