Frá og með miðvikudeginum 23. júní til og með föstudagsins 27. júní verður unnið að lekaleit í hitaveitukerfinu á Seyðisfirði. Af þeim sökum má búast við truflunum og mögulegri skerðingu á afhendingu heits vatns í sunnanverðum bænum á þeim tíma.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.