Uppfært kl 12.15 - Mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður

Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur staðfest mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði.  Íbúar og starfsfólk fyrirtækja er beðið um að sjóða neysluvatn.

HAUST hefur einnig staðfest að mengunin er staðbundin við Strandarveg og engin hætt á mengun á öðrum stöðum á Seyðisfirði.

HAUST mun taka fleiri sýni í dag og koma niðurstöður úr þeim eftir helgi.

Eigendum húsa við Strandarveg er áfram bent á að láta vatn renna eins og kostur er til þess að skola lagnir.  Varðandi heitt neysluvatn þá er notendum bent á að hækka hita á hitakútum upp í 70° C á meðan ástandið varir.
Pípari verður á ferðinni í dag til að yfirfara hitakúta og annan búnað. 

Ef vart verður við lykt eða óbragð að fatni skal tilkynna það eins fljótt og auðið er til HEF veitna í síma 4 700 780.