Hreinsun rotþróa í Múlaþingi

Hreinsun rotþróar í gangi
Hreinsun rotþróar í gangi

HEF veitur standa fyrir hreinsun rotþróa á nokkrum svæðum í Múlaþingi í sumar. Byrjað verður í Jökuldal í þriðju viku í júní. Þá Möðrudal, Jökulsárhlíð og Fell, en framvinda er háð veðri og ástandi vega. Regluleg hreinsun fer fram þriðja hvert ár og er þjónustan innifalin í rotþróagjöldum sem byggja á fráveitusamþykkt Múlaþings.

Mikilvægt er fyrir eigendur rotþróa að huga að eftirfarandi þáttum:

  • Ef aðgengi fyrir hreinsibíl er takmarkað, t.d. læst hlið, skal húseigandi gera ráðstafanir svo þjónustuaðili komist óhindrað að rotþróm.
  • Rotþrær þurfa að vera aðgengilegar hreinsibíl og vel sýnilegar.

 

Komi til þess að hreinsa þurfi rotþrær utan skipulagðrar hreinsunar bera eigendur þeirra viðbótarkostnað samkvæmt 6. gr. gjaldskrár fráveitu HEF veitna.

Nánari upplýsingar og dagsetningar munu birtast síðar á heimasíðu HEF.