Truflun verður á afhendingu á heitu vatni á Völlum á Fljótsdalshéraði aðfaranótt föstudagsins 2. maí vegna áætlaðs rafmagnsleysi hjá RARIK.
RARIK gerir ráð fyrir að rafmagnsleysið standi frá miðnætti og fram undir morgun. Mögulega tekur svo einhvern tíma að ræsa dælur og byggja upp þrýsting á kerfinu eftir að rafmagn er komið á aftur.
Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa og notendum er bent á að kynna sér góð ráð við þjónustu rof Ráð vegna þjónusturofs | HEF veitur