Álestur af varmamælum á Seyðisfirði

Heitt vatn selt samkvæmt Varmamæli fyrir fjarvarmaveitu .

Þar sem rennslismælir er á mælagrind er heitt vatn selt samkvæmt áætlun sem gerð er samkvæmt reglulegum álestri á rennslismælinum.
Til að sannreyna áætlunina er mikilvægt að taka stöðuna á mælinum að lágmarki á 12 mánaða fresti eða ef mælastaður skiptir um eigendur.

Nánari upplýsingar um sölu á vatni má finna í Reglugerð fyrir HEF veitur ehf

Álestur skráður.

Viðskiptavinir geta skilað inn álestri í gegnum tölvupóst á hef@hef.is . Eða hringja inn stöðuna í síma 4700 780.

Tvenns konar varmamælar eru í notkun á Seyðisfirði, annars vegar Landis+Gyr og Kamstrup mælar. Á Seyðisfirði er lesið af bæði fyrir rúmmetra (m3) og orkugildi (kWh). 

Leiðbeiningar fyrir báðar tegundir mæla má sjá hér fyrir neðan.

Landis+Gyr

Varmamælar frá Landis+Gyr eru eins og á mynd hér fyrir neðan.
Inn á myndinni má sjá í rauðu letri eftirfarandi.

  1. Númer mælis
  2. Staða
  3. Takki til að fletta milli rúmmetra (m3) og orkugildis (kWh)

Við álestur þarf að skila inn bæði stöðu rúmmetra og orku, ásamt númeri mælis.

Landis+gyr

 

Kamstrup

Varmamælar frá Kamstrup eru eins og á mynd hér fyrir neðan.
Með því að fletta með tökkunum til hægri eða vinstri (1) má sjá mismunandi gildi.
Númer mælis (2) er neðst fyrir miðju, undir strikamerki.
Það orkugildi sem þarf að skrá með álestri er merkt E1, uppi í hægra horni.
Staða rúmmetra (m3) birtist á skjánum þegar flett er með tökkunum til hægri eða vinstri.

kampstrup

 

Ef eitthvað er óljóst er alltaf hægt að senda okkur póst á hef@hef.is eða hringja í 4 700 780 á opnunartíma HEF veitna.