Staðbundin mengun í neysluvatnskerfi Seyðisfjarðar

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður

Mengun barst inn í neysluvatnskerfið á Seyðisfirði.
Talið er að mengunin sé bundin við Strandarveg.   Að tilmælum Heilbrigðiseftirlitsins skulu íbúar og eigendur atvinnuhúsnæðis á Strandarvegi sjóða allt neysluvatn þar til staðfest hefur verið að mengun sé ekki lengur í vatninu.
Einnig er mælt með að eigendur húsnæðis við Strandarveg láti vatn renna til að skola úr lögnum.

Unnið er að því að staðfesta að mengun hafi ekki borist víðar í neysluvatnskerfið.

Íbúar beðnir um að vera á varðbergi ef þeir finni lykt af neysluvatni og tilkynna það þá til HEF veitna.

 

Pollution entered the water pipelines in Seyðisfjörður yesterday.
The pollution is believed to be isolated to houses in Strandarvegur. According to guidelines for health officials, inhabitants and owners at Strandarvegur are asked to boil water for usage until it has been confirmed the pollution is gone. It is recommended to let taps run in houses at Strandarvegur to flush the system.

measures are taken to insure the pollution did not reach other areas in the water pipelines. 

If people notice bad smell of the water, they are asked to contact HEF veitur.