Enn mengun við Strandarveg á Seyðisfirði

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður

Enn mælist mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði eftir sýnatöku sl. föstudag. Notendur í húsum við Strandarveg þurfa því enn að sjóða vatnið. Pípari hefur farið yfir hitakúta á svæðinu en notendum er bent á að hafa samband við HEF veitur ef þeir telja sig þurfa frekari ráðleggingar.

Áfram eru notendur hvattir til að láta kalt vatn renna eins og kostur er til að skola úr lögnum.

Næsta sýnataka er áætluð á fimmtudag og niðurstöður koma eftir helgina.