Hitaveita Egilsstaða og Fella

Einhleypingi 1, 700 Egilsstaðir - hef@hef.is - 4 700 780 - kt. 470605-1110

bilanasimi

loftgaedi

Um HEF

 

Um HEF

 

Hitaveita Egilsstaða og Fella er sjálfstætt fyrirtæki í fullri eigu Fljótsdalshéraðs. Fyrirtækið er stofnað 22. mars 1979. Hitaveitan rekur jafnframt vatnsveitu og fráveitu kerfi Fljótsdalshéraðs. Virkjunarsvæði HEF er við Urriðavatn í Fellum og við Köldukvísl á Eyvindarárdal. Tæplega 3000 íbúar eru á veitusvæði HEF sem nær yfir þéttbýliskjarnana Egilsstaði og Fellabæ, inn velli að Úlfsstöðum og út að Uppsölum í Eiðaþingá.

 

Fyrstu skrefin

Fyrstu rannsóknir um nýtingu heits vatns við Urriðavatn 1963 og var fyrsta borholan virkjuð árið 1979 og var sú hola sú fjórða sem boruð var. Þeir fyrstu til að sýna leit eftir heitu vatni við Urriðavatn áhuga voru Gísli Helgason í Skógargerði og Jónas Pétursson alþingismaður og seinna meir tóku saman höndum við leitina sveitastjórn Fellahrepps og Egilsstaðabær. Í heild hafa verið boraðar tíu holur og í dag starfrækir veitan þrjár þeirra, númer 8 Gullholan, 9 og 10 Demanturinn. Saman skila þessar þrjár borholur 182 sekúndulítrum í fullum afköstum. Þó er aðeins keyrt á holum 8 og 10 að jafnaði og hola 9 til vara.

 

 

Vatnsveita

Árið 2005 tók svo HEF yfir rekstur á vatnsveitum Fljótsdalshéraðs þ.e.a.s. við Egilsstaði og Fellabæ, Brúarás, Hallormsstað og Eiða. Var þá vatnsból Egilsstaða og Fellabæjar staðsett í túni Egilsstaðabænda við Egilsstaðaflugvöll. Árið 2009 tekur HEF síðan í notkun nýtt vatnsból við Köldukvísl á Eyvindarárdal. Eru þar boraðar 3 holur með heildarafkastageta upp á 65 sekúndulítra.

 

Fráveita

HEF tók síðan við rekstri fráveitukerfis sveitarfélagsins í janúar 2011.

 

Markmið

Hitaveita Egilsstaða og Fella hefur þau markmið að framleiða orkugjafa og dreifa afurðum fyrirtækisins og styðja við hverja þá starfsemi sem nýtt getur þekkingu og búnað fyrirtækisins. Fyrirtækið starfar á grundvelli laga og reglugerðar sem gilda um starfsemi og rekstur veitna. Jafnframt er það tilgangur og markmið að eiga og reka félög í skyldum rekstri.

 

 

Heilræði

Forðast skal að loka af hitanema með húsgögnum eða gluggatjöldum.

Útloftun er nauðsynleg, síloftun er sóun.  Hagkvæmast er að lofta vel út í skamman tíma.  Hálfopnir gluggar allan sólarhringinn stuðla að óþarfa loftskiptum sem verður að mæta með aukinni hitun. Það er gott að hafa örlitla rifu á svefnhergisglugga, en þá þarf að tryggja að ofn hitni ekki að

...

Æskilegur bakrásarhiti að vetrarlagi er ekki hærri en 30-35°C.

Æskilegur bakrásarhiti að sumarlagi er ekki hærri en 22-25°C.

Gluggatjöld hindra loftstreymi frá ofnum og geta "gabbað" lofthitastýrðan ofnloka til að loka fyrir hitun áður en herbergishiti er nægur.

Óstillt hitakerfi veldur hækkun á hitakostnaði.

Það er eðlilegt að ofnar séu kaldir ef mikill ókeypis varmi er í herberginu.

Ef hitakerfi er jafnvægisstillt veitir það þægindi og vellíðan.

Nauðsynlegt er að íbúar geti stjórnað innihita eftir óskum um kjörhita.

Látið fagmann um að stilla ofnakerfið.

Hávaði í ofnlokum stafar af óstilltu hitakerfi.

Ef handvirkir ofnlokar eru á hitakerfinu borgar sig að endurnýja þá og setja nýja lofthitastýrða ofnloka.

Breyta þarf stillingum vatnshitastýrðra ofnloka eftir því sem útihiti breytist.

Stjórnun herbergishita með svalahurð og gluggum er sóun.  Ofnlokar eiga að viðhalda jöfnum og þægilegum hita í herberginu.

Á vatnshitastýrðum ofnlokum þarf að lækka stillingu handvirkt, ekki stjórna hita með svalahurð.

Það er eðlilegt að lofta út í 10-15 mín. eftir böð, eldamennsku og á morgnana.

Ef hitakerfi er ekki jafnvægisstillt veldur það auknum sveiflum á herbergishita og ónákvæmni í hitastýringu.

Stórir sólbekkir, þétt upp að ofni, draga úr því að varmi dreifist um herbergi og geta valdið því að lofthitastýrður ofnloki loki fyrir innrennsli til ofns.

Lofthitastýrðir ofnlokar draga sjálfkrafa úr rennsli til ofna ef herbergishiti hækkar vegna ókeypis varma.

Grunnurinn að því að hitakerfi uppfylli þau tvö megin hlutverk sín, að skapa þægilegan innihita og halda kostnaði í lagmarki er að það sé jafnvægisstillt.