Ylströnd við Urriðavatn verður að veruleika !
í gær, 16. janúar, voru undirritaðir samningar um uppbyggingu og fjármögnun Ylstrandar við Urriðavatn. Þar verður nýtt hreinasta vatn Íslands til að bjóða upp á vandaða upplifun á íslenskri náttúru. Í júní 2013 fékk HEF vottun á hitaveitu vatnið, sem þýðir að það stenst kröfur sem neysluvatn til drykkjar og matvælagerðar, m.a. hefur MS, á undanförnum árum, notað hitaveitu vatnið beint til íblöndunar við ostagerð sína.
Stefnt er að opnun Ylstrandar á árinu 2019, en vinna við hönnun er í fullum gangi.
Stærsti hluthafi félagsins eru Jarðböðin Mývatnssveit ehf., en aðrir hluthafar eru einstaklingar og fyrirtæki á Austurlandi. Verkefnið er að fullu fjármagnað og gera áætlanir ráð fyrir heildarfjárfestingu uppá um 500 milljónir króna.
Starfsfólk og stjórn HEF óskar Ylströndinni velfarnaðar á komandi tímum