Í lok sumars var unnið að útrásarlögn fyrirhugaðrar hreinsistöðvar við Melshorn. Lögnin fer frá Melshorni niður með Eyvindará, út í Lagarfljót, stuttu ofan ósa Eyvindarár. Reiknað er með að útrásin verði tekin í notkun 2023-24, þegar ný hreinsistöð á Melshorni verður gangsett.
 
Krefjandi hluti verksins var að koma útrásinni fyrir í Lagarfljótinu. Hér er myndband frá framkvæmdum við útrásina í Lagarfljóti.

Gluggatjöld hindra loftstreymi frá ofnum og geta "gabbað" lofthitastýrðan ofnloka til að loka fyrir hitun áður en herbergishiti er nægur.