Skip to main content
Dæluhús við Kaldá

Vatnsveita á Völlum stækkar

Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við stækkun vatnsveitu HEF veitna inn Velli á Fljótsdalshéraði.  Í lok síðustu viku var vatni hleypt á veituna.  Áfanginn nú er viðbót við lögn sem náði frá Egilsstöðum í Unalæk, liggur að Kaldá og þaðan upp í Hjallaskóg.  Bæir á leiðinni hafa nú verið tengdir og hefur frístundabyggðin í Hjallaskógi einnig möguleika á að tengjast veitunni.