Þurrkatíð!

Að gefnu tilefni hvetja HEF veitur íbúa í Bakkagerði í Borgarfirði og ekki síður starfsmenn fyrirtækja þar að huga að því að fara sparlega með vatnið.

Farið er að minnka verulega í vatnsbólum í hlíðunum ofan byggðarinnar.

Íbúar annarsstaðar í Múlaþingi eru einnig hvattir til að huga að hóflegri notkun kalda vatnsins þar til yfirstandandi þurrkatíð lýkur.

HEF veitur afhenda heitt og kalt vatn (ekki vottað til neyslu, en fyrirtaks til vökvunar og fyrir skepnur) í dælustöð félagsins við Valgerðarveg í Fellum.  Áhugasamir hafi samband við skrifstofu í síma 470-0780

HEF veitur ehf.