Hitaveita Egilsstaða og Fella

Einhleypingi 1, 700 Egilsstaðir - hef@hef.is - 4 700 780 - kt. 470605-1110

bilanasimi

loftgaedi

Öskudagur - myndir

Öskud 10Líflegur öskudagur meðÖskud 6Öskud 7Öskud 8 söng og skemmtilegheitum hjá HEF.

Takk fyrir krakkar - þið eruð frábær.

Öskud 9

Öskud 2

Öskud 1

Öskud 3Öskud 4

Öskud 5Öskud 11Öskud 12Öskud 13

 

Tengingar á stofnlögn Valgerðarstaðaási

Tengid Siggi sigthor Vatnstankur

Í gær sunnudaginn 11.9.2016. var tengd inn ný stofnlögn við miðlunartank á Valgerðarstaðaási. Verkið gekk vel og var vatni hleypt aftur á um klukkan að verða 17:30 í gærkvöld. Vatn var síðan komið á alla enda dreifikerfisins um klukkan 21:30 Nýja lögnin var soðinn inná stofn beggja vegna við miðlunartank þ.e. Urriðavatnsmeginn og kyndistöðvarmeginn sem og tvær tengingar við tankin sjálfan. Á meðan það var gert stóð tankurinn fullur og beið þess að hægt væri að fylla nýju lagnirnar þegar búið væri að sjóða þær við og síðan var hægt að fara hleypa á kerfið sjálft.

Verktakar sem komu að þessari framkvæmd voru Ylur ehf. sem var aðalverktaki að lögnini, Suðubogi ehf, Ársverk ehf, Guðmundur Halldórsson og Heimir Helgason Rafvirkjar, og síðan starfsmenn HEF. Hönnun og eftirlit var hjá EFLU verkfræðistofu. 

Tengid GD Sigthor

 

Hitaveita Egilsstaða og Fella þakkar öllum þeim sem að þessari vinnu stóðu fyrir sitt framlag.

Framkvæmdalok við Tjarnarbraut.

Tjarnarbraut yfirlitsmynd

Nú er framkvæmdum í Tjarnarbraut að ljúka.

Þetta hefur verið mikil framkvæmd sem vatt talsvert uppá sig vegna ástands á lögnum sem fyrir voru.

Teknar voru fimm þveranir í Tjarnarbrautina til að endurnýja bæði skólplagnir, kaldavatnslagnir og hitaveitu. 

Eins er búið að leggja nýja regnvatnslögn meðfram götunni sem mun létta mikið á fráveitukerfi bæjarins þegar stórrigningar eru og þá sérstaklega á þessum kafla sem hingað til hefur verið til vandræða.

Aðalverktaki í þessari vinnu hefur verið Austurverk og hafa þeir staðið sig með sóma. Það var fyrirséð að það væri komið stopp í þessa vinnu eftir að 4 þveranir voru búnar vegna veðurs. en með þessari einmuna veðurblíðu sem nú hefur verið náðist að klára þetta verk á þessu hausti / vetri og er mikil ánægja með það.

 

Hitaveita Egilsstaða og Fella vill þakka þeim íbúum og fyrirtækjum við Tjarnarbraut sem og vegfarendum fyrir þolinmæði gagnvart verkinu og tillitsemi.

 

þá óskum við öllum gleðilegra Jóla og þökkum fyrir ánægjulegt og viðburðaríkt ár.

Ný stofnlögn Valgerðarstaðarási

Stofnlogn tankur

Nú stendur yfir loka vinna við að koma niður nýrri stofnlögn hitaveitu beggja vegna miðlunartanks á Valgerðarstaðaási. Verktaki er Ylur ehf. Lagðir eru 780 m. af nýrri lögn sem grafin verður í jörðu stað þeirra gömlu sem var ofanjarðar.

Vinna hefur gengið með ágætum og sér nú fyrir endan á verkinu. Átælaður tengidagur er í kringum aðra helgi september mánaðar. 

Framkvæmdir Tjarnarbraut

Tjarnarbraut 2016

Nú eru framkvæmdir við Tjarnarbraut á Egilsstöðum komnar á stað eins og glöggir bæjarbúar hafa tekið eftir. Strákarnir í Austurverk grafa núna meðfram veginum við Tjarnargarðin langleiðinna inn að gatnamótum við safnastofnun og eru að leggja þar nýja skólplögn. Skurðstæðið er mjög djúpt og er því frakvæmdasvæðið girt af meðfram götunni og þrengir því akstursleið um hana og því eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar meðfram. Í Skurðinum er eins og fyrr segir ný 315 mm plastlögn fyrir skólp. síðar verður lögð vatnslögn 140 mm og að lokum kemur ný hitaveitulögn í skurðstæðið.

Nú á næstu dögum verður farið í að þvera Tjarnarbrautina og verður því hluti hennar lokaður en þó verður alltaf hægt að komast um Selás að og frá Tjarnarbraut. Íbúum og þeim fyrirtækjum sem við Tjarnarbraut búa verður alltaf séð fyrir aðgengi. Við viljum biðja vegfarendur um að hafa þetta í huga næstu vikur þegar er farið þarna um að Tjarnarbraut verður lokuð að hluta. 

Urriðavatnssund 2016

urridav2016

Urriðavatnssund fór fram 23. júlí sl. í mildu og flottu veðri, yfirborðshiti vatnsins var um 16,6°C.

Að þessu sinni tóku 113 sundmenn þátt í Urriðavatnssundinu, 100 manns luku 2,5 km, svokölluðu Landvættasundi og 3 syntu 1250 m, eða hálft sund.

Í kvennaflokki urðu úrslit þau að Katrín Pálsdóttir varð í fyrsta sæti á tímanum 00:49:26 og í karlaflokki varð Svavar Þór Guðmundsson á tímanum 00:41:40.

Nánar má lesa um sundið á : http://www.urridavatnssund.is/

Heilræði

Ef hitakerfi er jafnvægisstillt veitir það þægindi og vellíðan.

Óstillt hitakerfi veldur hækkun á hitakostnaði.

Lofthitastýrðir ofnlokar draga sjálfkrafa úr rennsli til ofna ef herbergishiti hækkar vegna ókeypis varma.

Forðast skal að loka af hitanema með húsgögnum eða gluggatjöldum.

Það er eðlilegt að lofta út í 10-15 mín. eftir böð, eldamennsku og á morgnana.

Grunnurinn að því að hitakerfi uppfylli þau tvö megin hlutverk sín, að skapa þægilegan innihita og halda kostnaði í lagmarki er að það sé jafnvægisstillt.

Útloftun er nauðsynleg, síloftun er sóun.  Hagkvæmast er að lofta vel út í skamman tíma.  Hálfopnir gluggar allan sólarhringinn stuðla að óþarfa loftskiptum sem verður að mæta með aukinni hitun. Það er gott að hafa örlitla rifu á svefnhergisglugga, en þá þarf að tryggja að ofn hitni ekki að

...

Á vatnshitastýrðum ofnlokum þarf að lækka stillingu handvirkt, ekki stjórna hita með svalahurð.

Stórir sólbekkir, þétt upp að ofni, draga úr því að varmi dreifist um herbergi og geta valdið því að lofthitastýrður ofnloki loki fyrir innrennsli til ofns.

Nauðsynlegt er að íbúar geti stjórnað innihita eftir óskum um kjörhita.

Gluggatjöld hindra loftstreymi frá ofnum og geta "gabbað" lofthitastýrðan ofnloka til að loka fyrir hitun áður en herbergishiti er nægur.

Ef hitakerfi er ekki jafnvægisstillt veldur það auknum sveiflum á herbergishita og ónákvæmni í hitastýringu.

Það er eðlilegt að ofnar séu kaldir ef mikill ókeypis varmi er í herberginu.

Æskilegur bakrásarhiti að vetrarlagi er ekki hærri en 30-35°C.

Hávaði í ofnlokum stafar af óstilltu hitakerfi.

Látið fagmann um að stilla ofnakerfið.

Ef handvirkir ofnlokar eru á hitakerfinu borgar sig að endurnýja þá og setja nýja lofthitastýrða ofnloka.

Æskilegur bakrásarhiti að sumarlagi er ekki hærri en 22-25°C.

Breyta þarf stillingum vatnshitastýrðra ofnloka eftir því sem útihiti breytist.

Stjórnun herbergishita með svalahurð og gluggum er sóun.  Ofnlokar eiga að viðhalda jöfnum og þægilegum hita í herberginu.