Skip to main content
Í lok sumars var unnið að útrásarlögn fyrirhugaðrar hreinsistöðvar við Melshorn. Lögnin fer frá Melshorni niður með Eyvindará, út í Lagarfljót, stuttu ofan ósa Eyvindarár. Reiknað er með að útrásin verði tekin í notkun 2023-24, þegar ný hreinsistöð á Melshorni verður gangsett.
 
Krefjandi hluti verksins var að koma útrásinni fyrir í Lagarfljótinu. Hér er myndband frá framkvæmdum við útrásina í Lagarfljóti.

Útloftun er nauðsynleg, síloftun er sóun.  Hagkvæmast er að lofta vel út í skamman tíma.  Hálfopnir gluggar allan sólarhringinn stuðla að óþarfa loftskiptum sem verður að mæta með aukinni hitun. Það er gott að hafa örlitla rifu á svefnhergisglugga, en þá þarf að tryggja að ofn hitni ekki að óþörfu.