Skip to main content

Kúkur, Piss & klósettpappír

Thank you toilet logo 302Þann 19. nóvember, er  alþjóðlegi klósettdagurinn.
gott er að fá smá staðreyndir um klósettmál í heiminum.

Þema dagsins er hið gríðarlega vandamál á heimsvísu, sem er skortur á fullnægjandi aðgengi að salernisaðstöðu. Í dag hafa 2,4 milljarðar manna ekki fullnægjandi aðgang að salerni og hjá 1 milljarð er varla nokkur aðstaða til staðar og vandamálið sérstaklega ákallandi. Frekari upplýsingar um daginn í ár, og hvað við getum gert til að taka þátt, má finna hér á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna, en það eru undirsamtök þeirra UN Water sem bera ábyrgð á alþjóðlegri skipulagningu dagsins.

Hér í okkar samfélagi er þetta blessunarlega betra. en þó er það svo að gott er að huga að því sem við setjum í klósett. því á endanum fer þetta áleiðis út í náttúruna okkar. Þó er það jú svo að á leiðinni fer þetta í gegnum ákveðna hreinsun hvort sem það eru hnífadælur á dælustöðum eða í hreinsivirki. 

Sama á hvorum staðnum það er þá valda óþarfa hlutir sem ekki eiga heima í fráveitukerfi vandamálum. 

Til dæmis eiga eftirfarandi hlutir ekki heima í fráveitukefi

° Blautklútar og aðrir trefjaklútar festast upp í dælum á dælustöðvum.

° Bómullarpúðar, dömubindi, tíðartappar og eyrnapinnar fara betur í ruslið. 

° Fita. Steikingarfeiti, sósur og smjör fljóta ofan á vökva í rörum og setjast í hliðar og valda með tíma stíflum í lögnum.

° Smokkar, plast á ekkert skilt við náttúruna. Við skulum ganga vel um hana :)

Svona mætti lengi telja. Gaman er að heyra fyrirlestur frá honum Óskari í Bólholt um hvaða ótrúlegu hluti hann hefur séð og fundið í fráveitukerfum okkar og annaðstaðar. 

Ologlegt nidurhal

Óstillt hitakerfi veldur hækkun á hitakostnaði.