Álestur hita- og vatnsveitumæla

hef

Nýr framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Aðalsteinn Þórhallsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HEF og mun taka til starfa frá og með 1. október nk. HEF er sjálfstætt fyrirtæki í fullri eigu Fljótsdalshéraðs og auk hitaveitu, rekur HEF vatnsveitu- og fráveitukerfi Fljótsdalshéraðs. Þá hefur HEF nýlega tekið að sér að sjá um lagninu ljósleiðara á Fljótsdalshéraði.

Aðalsteinn er byggingartæknifræðingur að mennt og lauk námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 1992. Hann hefur frá árinu 1996 starfað hjá Mannviti þar sem hann hefur m.a. sinnt ýmis konar ráðgjöf á sviði verkefnastjórnunar og framkvæmdaeftirlits. Þá starfaði Aðalsteinn sem tæknifræðingur hjá Ármannsfelli og Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar. Aðalsteinn er búsettur á Fljótsdalshéraði.

Sem fyrr segir rekur HEF hitaveitu, vatnsveitu- og fráveitukerfi Fljótsdalshéraðs. Þá tók fyrirtækið nýverið að sér að halda utan um lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu en gert er ráð fyrir að það verkefni taki þrjú ár. Þá stendur fyrir dyrum hjá HEF bygging nýs fráveituvirkis með nýrri útrás sem er gríðarlega umfangsmikið og mikilvægt verkefni. Aðalsteinn tekur því við krefjandi verkefnum úr höndum forvera síns í starfi, Páls Breiðfjörðs Pálssonar sem þökkuð eru sín störf í þágu HEF.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Jónsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), formaður stjórnar HEF í síma 8602880.

Eftirlitskerfi HEF

Tími: 
Veðurstöð við Tjarnarbraut:
Hitastig:  0,9 °C Jafngildishiti:  0,7 °C
.
Hitaveita
.
Urridavatn: Dæling
Rennsli frá Urriðavatni: 66 l/s
Miðlunartankur Valgerðarstaðaás - hæð: 9,6 m
Hitastig vatns: 75,6 °C
Kyndistöð
Rennsli í Fellabæ: 9,9 l/s
Rennsli á Egilsstaði: 56,1 l/s
Hitastig vatns: 75,6 °C
Tjarnarbraut
Hitastig vatns: 75,1 °C
Vatnsþrýstingur: 5,2 bör
Brekkusel
Þrýstingur: 5,2 bör
Miðhúsaveita
Þrýstingur: 6 bör
Vallaveita
Hamragerði: Vatnsþrýstingur: 9,5 bör
Rennsli: 6,8 l/s
Kaldá: Hitastig vatns: 68,8 °C
Vatnsþrýstingur: 6,8 bör
Einarsstaðir: Vatnsþrýstingur: 7 bör
.
Vatnsveita
Köldukvíslarveita
Hitastig vatns (K): 4,3 °C
Hitastig vatns, Tankur: 4,6 °C
Dæling: 21 l/s
Vatnstankur: Selöxl
Hæð í miðlunartanki: 5,9 m
Hitastig vatns: 4,3 °C
pH gildi vatns: 7 pH
Leiðni vatns: 56,7 yS
Vatnsþrýstingur Tjarnarbraut: 5,7 bör
Vatnsþrýstingur Fellabæ: 4,5 bör

Flutningstilkynning

Ertu að flytja?  Sendu okkur upplýsingar um nýjan notanda og stöðu mæla. 

Pappírslaus viðskipti

Taktu umhverfisvæn skref með okkur og skráðu þig í pappírslaus viðskipti. 

Eftirlitsálestur

Hér getur þú sent okkur álestur á einfaldan hátt.

Umsókn um heimlögn

Ertu að byggja? Hér getur þú sótt um tengingu við hitaveitu, fráveitu og vatnsveitu.

Vefmyndavélar